Glóð Restaurant

Glóð restaurant

Velkomin

Glóð restaurant & bar var opnaður í júní 2015 og hefur hlotið mjög góðar viðtökur allt frá upphafi.

Veitingastaðurinn Glóð er í sama húsnæði og Hótel Valaskjálf og þjónar hann gestum hótelsins til jafns við aðra gesti. Frá upphafi var lagður metnaður í að bjóða aðeins rétti úr gæða hráefni og leitast er við að sækja það úr nærliggjandi héruðum. Metnaður er einnig lagður í góða þjónustu og hlýlegt umhverfi.

Veitingastaðurinn Glóð er við hlið félagsheimilisins Valaskjálf þar sem haldnir eru fjölbreyttir viðburðir eins og leiksýningar, tónleikar, ráðstefnur og fundir.

Glóð býður gjarnan sérstök tilboð í tengslum við slíka viðburði. Hafðu samband til þess að fá nánari upplýsingar.

Frá okkur hjá Glóð

Við hjá veitingahúsinu Glóð leggjum metnað okkar í að bjóða eftirminnilega rétti og fyrsta flokks þjónustu. Við leggjum áherslu á úrvals hráefni frá nærumhverfi okkar og veljum aðeins það besta til að reynsla þín verði sem best. Glóð restaurant sérhæfir sig einnig í veisluhöldum fyrir stærri sem smærri hópa. Velkomin á Glóð.

Starfsfólk

image

Stefna Glóðar

Goals & Vision

Frá því að Glóð resturant & bar opnaði í júní 2015 hefur markmið okkar verið að bjóða aðeins fyrsta flokks rétti og þjónustu. Við hönnun staðarins var tekið mið af því að skapa notalegt umhverfi fyrir matargesti. Stefnt var að því strax að hafa rúmgóða borðaskipan þar sem gestir geta átt persónulga stund saman yfir ljúffengri máltíð án þess að þó að finnast einangrað frá notalegu andrúmslofti staðarins.

Aðstandendur Glóð Restaurant & Bar eiga að baki áratuga reynslu í rekstri veitingahúsa. Þekking á hráefnum við matargerð ásamt matargerðinni sjálfri fyrir kröfuharða viðskiptavini er mikilvægt til að vel megi takast.

Glóð Restaurant & Bar er rekið í samvinnu við hið nýuppgerða Hótel Valaskjálf og þjónar þeirra gestum með allar veitingar; allt frá morgunverði og upp í kokteil fyrir svefninn. Barinn okkar býður upp á alla helstu drykki ásamt úrvali af rauð-og hvítvíni.

Velkomin á Glóð RestaurantBorðapantanir 471 1600